03.10.2012 19:28

Kæja ÍS 19 ex Ársæll Sigurðsson HF 80

Skúbb mitt í síðustu viku um söluna á Ársæli Sigurðssyni HF 80 til Súðavíkur, vakti athygli, enda var blekið varla þornað á sölusamningnum er ég var búinn að setja fréttina í loftið. Þá var verið að taka bátinn á land í Hafnarfirði og síðan þá hefur verið unnið að ýmsum lagfæringum, s.s. aukningu á tækjum og botnmálingu.
Mun báturinn fá nýtt nafn, Kæja ÍS 19 og fara vestur fljótlega.


                 1873. Ársæll Sigurðsson HF 80, sem nú verður Kæja ÍS 19 © mynd Emil Páll