01.10.2012 10:19

Sending frá Svafari Gestssyni - Quarteira

Svafar Gestsson sendi mér góða sendingu frá Algarve og hér birti ég fyrstu fimm myndirnar en restina birti ég í einu lagi trúlega annað kvöld.  Með myndunum fylgdi þessi texti:

Hér er enn sumar og sól og veðrið eins og best verður á kosið.
Ég er að dunda í bátaviðgerðum þegar ég nenni bæði hér í Quarteira og Vilamoura og eins í Faro. Það er af nógu að taka og frekar að það sé skortur á mönnum til að sinna viðhaldi á smávélum. Annars hef ég hálfgerða skömm á þessum utanborðsmótorum, jet sky og smávélum, kann betur við vélar eftir eftir að þær eru komnar yfir 1000 hp.
 
Sumt af myndunum sem ég sendi þér frá Faro eru úr ferð sem ég fór með konuna til að kanna óshólma Faro með viðkomu í eyjuni île de Faro. Eyja þessi sem er í raun langt og mjótt sandrif úti fyrir bænum Faro er um 4 mílur á lengd og um 0.4 mílur þar sem það er breiðast. Sunnan til á þessu rifi brotnar svo úthafsalda Atlanshafsins.
Þarna búa nánast eingöngu fiskimenn auk ríkisbubba frá Lissabon sem eiga þar sumarhallir.
Það liggur vegur yfir sundið með brú, en vegakerfi er aðeins á vestasta hluta rifsins, annars er báturinn eina samgöngutækið þegar austar dregur þar sem fiskimannasamfélagið er.

Sólarkveðjur héðan frá Algarve í Portugal.








                                Frá Quarteira © myndir Svafar Gestsson, 2012