01.10.2012 08:42
Snædrekinn kominn til Kína
visir/fréttablaðið
Kínverska rannsóknaskipið og ísbrjóturinn
Snædrekinn kom til hafnar í Sjanghaí í Kína á þriðjudaginn í síðustu
viku, eftir þriggja mánaða siglingu frá Asíu til Evrópu eftir svonefndri
norðausturleið um Norður-Íshaf. Snædrekinn var hér á landi í boði
íslenskra stjórnvalda í ágúst. Um borð störfuðu tveir íslenskir
vísindamenn að norðurslóðarannsóknum.
Í frétt AP-fréttastofunnar er vitnað til fréttatilkynningar Heimskautastofnunar Kína. Þar segir að mikilvægum upplýsingum um siglingaleiðina hafi verið aflað, sem og upplýsingum um veður og umhverfi almennt. Eins að leiðangurinn hafi verið mikilvæg æfing fyrir kínversk skip sem koma til með að nýta siglingaleiðina í framtíðinni.
Leiðin um Norður-Íshafið er um 40% styttri en hefðbundin siglingaleið frá Kína til Evrópu ef farið er um Indlandshaf, Súez-skurðinn og Miðjarðarhaf.
Heimsókn Snædrekans til Íslands var skipulögð af Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) í samráði við fjölmarga aðila hér á landi; embætti forseta Íslands, háskóla, ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. - shá
Í frétt AP-fréttastofunnar er vitnað til fréttatilkynningar Heimskautastofnunar Kína. Þar segir að mikilvægum upplýsingum um siglingaleiðina hafi verið aflað, sem og upplýsingum um veður og umhverfi almennt. Eins að leiðangurinn hafi verið mikilvæg æfing fyrir kínversk skip sem koma til með að nýta siglingaleiðina í framtíðinni.
Leiðin um Norður-Íshafið er um 40% styttri en hefðbundin siglingaleið frá Kína til Evrópu ef farið er um Indlandshaf, Súez-skurðinn og Miðjarðarhaf.
Heimsókn Snædrekans til Íslands var skipulögð af Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) í samráði við fjölmarga aðila hér á landi; embætti forseta Íslands, háskóla, ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. - shá
Skrifað af Emil Páli
