29.09.2012 19:37

Eigendur þriggja VE báta hafa flutt til Njarðvikur á fáum mánuðum

Þar sem það hefur verið frekar fáséð að undanförnu að útgerðarmenn flytji til Suðurnesja með báta sína, er það mjög athyglisvert að nú á nokkrum mánuðum hafa eigendur þriggja báta flutt til Njarðvíkur með báta sína, nú á nokkrum mánuðum og það frá hinum mikla útgerðarbæ Vestmannaeyjum.

Bátar þessir eru Valberg VE 5, Valberg VE 10 og Frú Magnhildur VE 22 og birti ég hér mynd af þeim öllum.


                                        6507. Valberg VE 5, í Grófinni, Keflavík


                                             1074. Valberg  VE 10, í Keflavíkurhöfn


                                    1546. Frú Magnhildur VE 22 © myndir Emil Páll