28.09.2012 15:31
Saga Unu HF - mikið breytt og tengist ekki Skarfakletti
Þeir eru margir sem hafa verið að velta fyrir sér hvaða bátur Una HF 7 var og einhverjir hafa fullyrt að þetta væri gamli Skarfaklettur. Fór ég því í smá rannsóknarvinnu og er niðurstaðan þessi.
Núverandi 2388. Una sem er smíðuð hjá Trefjum 1999, bar hérlendis þrjú nöfn áður en hún var seld til Færeyja 2006. Það eru nöfnin Siggi Einars BA 197, Kristrún ÍS 172 og Una SU 3 og í Færeyjum bar hún Unu nafnið en hafði skráninganúmerið FD eitthvað. Hér fyrir neðan birtast tvær myndir af bátnum, þ.e. eins og hann er í dag og eins og hann var áður en hann var seldur til Færeyja. Sést að hann hefur verið lengdur og breytt á ýmsan máta.
Varðandi 2280. Skarfaklett, þá var síðasta nafn hans hérlendis Ebba SH 29 og hann var seldur til Grænlands og tekinn af skrá hérlendis 2009.

2338. Una HF 7, eftir að hún kom til Sólplasts nú á dögunum © mynd Emil Páll

2338. Kristrún ÍS 172
Núverandi 2388. Una sem er smíðuð hjá Trefjum 1999, bar hérlendis þrjú nöfn áður en hún var seld til Færeyja 2006. Það eru nöfnin Siggi Einars BA 197, Kristrún ÍS 172 og Una SU 3 og í Færeyjum bar hún Unu nafnið en hafði skráninganúmerið FD eitthvað. Hér fyrir neðan birtast tvær myndir af bátnum, þ.e. eins og hann er í dag og eins og hann var áður en hann var seldur til Færeyja. Sést að hann hefur verið lengdur og breytt á ýmsan máta.
Varðandi 2280. Skarfaklett, þá var síðasta nafn hans hérlendis Ebba SH 29 og hann var seldur til Grænlands og tekinn af skrá hérlendis 2009.

2338. Una HF 7, eftir að hún kom til Sólplasts nú á dögunum © mynd Emil Páll

2338. Kristrún ÍS 172
Skrifað af Emil Páli
