27.09.2012 14:15
Bræla hjá Stiller
vf.is., núna áðan:
Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan. Stafnes KE í stórsjó. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mannlíf | 27. september 2012 13:35
Frá kvikmyndatöku í Garðsjónum nú áðan. Stafnes KE í stórsjó. VF-myndir: Hilmar Bragi
Stiller í stórsjó!
Nú eru kvikmyndagerðarmenn með Ben Stiller í fararbroddi í Garðsjónum
að taka upp senur í kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. Nú er
töluverð ókyrrð í Garðsjónum eða stórsjór á Hollywood-vísu.
Notast er við fiskiskipið Stafnes KE sem fer með hlutverk í myndinni en
skipið er hrörlegt að sjá og hefur verið málað sem ryðdallur.
Fjölmarga báta frá björgunarsveitunum má sjá umhverfis Stafnesið í
Garðsjónum. Bátarnir hafa allir verið leigðir til verkefnisins til að
aðstoða við kvikmyndatökuna og til að gæta öryggis.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta nú áðan.




Skrifað af Emil Páli
