25.09.2012 18:22

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst milli ára

skessuhorn.is:

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst nokkuð á fyrri hluta ársins 2012 og er nú 80,5 milljarðar króna miðað við sama tímabil í fyrra þegar verðmætið var um 70,5 milljarðar. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Aflaverðmæti botnfisks var 52,2 milljarðar og jókst um 8% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 48,4 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 27,2 milljarðar og jókst um 12,9% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 7,4 milljörðum og jókst um 19,4% en verðmæti karfaaflans nam 7,7 milljörðum, sem er 21,4% aukning frá fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 6,1% milli ára og nam 4,1 milljarði króna í janúar til júní 2012.