25.09.2012 00:00
Kvótastaða Bíldudals 42 faldaðist
Þessi skemmtilega frá sögn er af síðu Jóns Páls Jakobssonar, á Bíldudal, síðan 22. sept. sl. og er textinn þaðan óbreyttur nema fyrirsögnin sem er mín. Annars er hægt að sjá þetta nánar á tengli með nafni hans hér til hliðar.

Hér sjáum við nýjasta í flotanum Grímsnes BA-555 baka frá sennilega að fara í róður. Á vef fiskistofu er þessi með þorskkvóta upp á 42 tonn eða 0,026447% af heildarmagni af þorski. Þannig að kvótastaða Bíldudals hefur aukist allverulega úr engu í 42 tonn.

Komnir á fulla ferð út fjörðinn.
Lómur var við hafskipabryggjur Bíldudalshöfn. Og var hann að skipa upp laxafóðri fyrir Fjarðalax, svo tekur hann sennilega afurðir úr kalkþörungarverksmiðjunni með sér á markað erlendis.


Lómur við hafskipabryggjuna.

Bíldudalshöfn í morgun ( 22. sept. 2012 )nóg um að vera.

Vegna aukina umsvifa í Bíldudalshöfn er yfirhafnarvörður búinn að hrókera í höfninni. Og hér sjáum við Tungufell laxaslátrunarskip Fjarðarlax kominn í krókinn í staðinn fyrir Andra BA-101.

Hér sjáum við Andra BA-101 kominn á trébryggjuna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reddaði okkur Bílddælingum þegar við misstum nánast allann okkar botnfiskkvóta í kringum 1991-92, þá varð sú bryggjusmíði mótvægisaðgerð vegna þess.
© myndir og texti, fyrir utan fyrirsögn og það sem er í svigum: Jón Páll Jakobsson, 22. sept. 2012
,,
En í morgun ( 22.9.2012) var allt að gerast í Bíldudalshöfn.
Nýjasti
Bílddælingurinn var í höfninni Grímsnes BA-555. en sá bátur hefur
reyndar ekki verið algengur í höfninni hérna en í morgun var hann
allavega í höfninni en er hann að fara að róa á línu fyrir Arnfirðing
ehf ekki veit ég hvort hann var að landa eða ekki, hífði hann allavega
bala í land og tók svo beita bala. Svo var haldið út aftur.

Hér sjáum við nýjasta í flotanum Grímsnes BA-555 baka frá sennilega að fara í róður. Á vef fiskistofu er þessi með þorskkvóta upp á 42 tonn eða 0,026447% af heildarmagni af þorski. Þannig að kvótastaða Bíldudals hefur aukist allverulega úr engu í 42 tonn.

Komnir á fulla ferð út fjörðinn.
Lómur var við hafskipabryggjur Bíldudalshöfn. Og var hann að skipa upp laxafóðri fyrir Fjarðalax, svo tekur hann sennilega afurðir úr kalkþörungarverksmiðjunni með sér á markað erlendis.


Lómur við hafskipabryggjuna.

Bíldudalshöfn í morgun ( 22. sept. 2012 )nóg um að vera.

Vegna aukina umsvifa í Bíldudalshöfn er yfirhafnarvörður búinn að hrókera í höfninni. Og hér sjáum við Tungufell laxaslátrunarskip Fjarðarlax kominn í krókinn í staðinn fyrir Andra BA-101.

Hér sjáum við Andra BA-101 kominn á trébryggjuna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reddaði okkur Bílddælingum þegar við misstum nánast allann okkar botnfiskkvóta í kringum 1991-92, þá varð sú bryggjusmíði mótvægisaðgerð vegna þess.
© myndir og texti, fyrir utan fyrirsögn og það sem er í svigum: Jón Páll Jakobsson, 22. sept. 2012
,,
Skrifað af Emil Páli
