23.09.2012 23:22
Kaup Brims staðfest
Brim kaupir Skálaberg
"Þetta er nú eitt glæsilegasta skip í Norður-Atlantshafinu"
Ánægður með skipið. "Þetta er nú eitt glæsilegasta skip í Norður-Atlantshafinu," segir Guðmundur Kristjánsson, einnig þekktur sem Guðmundur í Brim. Myndin af Guðmundi var tekin þegar hann kom á Beina línu á dögunum.
"Þetta er nú eitt glæsilegasta skip í Norður-Atlantshafinu," segir Guðmundur Kristjánsson, einnig þekktur sem Guðmundur í Brim.
Útgerð hans, Brim hf. hefur fest kaup á skipinu Esperanza del Sur, sem er fyrst og fremst þekkt sem Skálaberg hér á Íslandi.
Skipið er frystitogari og verður gert út frá Reykjavík. Guðmundur kveðst ánægður með kaupin. "Þetta er mjög vandað og gott skip." Skipið var smíðað í Noregi árið 2003 og kaupverðið er 3,5 milljarðar. Það var lengi vel í eigu Færeyinga og hét þá Skálaberg. Argentínska fyrirtækið Pesantar keypti skipið af Færeyingum og var það endurnefnt "Ezperanza del Sur", eða "Von suðursins", og það málað rautt.
Skipið verður afhent í næsta mánuði og kemur til Íslands í nóvember. Það er 74,50 metra langt, 16 metra breitt og 3.435 brúttótonn.
