23.09.2012 00:00

5 bátar við kvikmyndatöku í Garðinum

Kvikmyndataka sú þar sem Ben Stiller er eitt aðalnúmerið, hefur komið við á þó nokkrum stöðum hérlendis nú í ár. Á þeim stöðum sem þessi flokkur hefur komið, hefur verið mikið umfang og örugglega töluverðir peningar sem komið hafa með hópnum á viðkomandi staði. Ef ég man rétt þá er langt komið tökum á Snæfellsnesi  og í dag laugardag hófst æfing í Garðinum, en tökur fara fram á morgun en heyrst hefur að mánudagurinn verði aðal tökudagurinn og þann dag verði umferð heft í nágrenni bryggjunnar.
Auk þess að fá afnot af ýmsum fyrirtækjum og jafnvel breyta þeim á meðan hafa þó nokkrir bátar verið með, þar sem sjóatriði eru tekin upp. Mest er það aðalskipið þ.e. Stafnes KE 130 sem var gert af grænlensku skipi sem leit illa út, þá hefur vinnubáturinn Siggi Sæm komið við sögu í undirbúningnum á þessum stöðum, auk þess sem fleiri bátar á hverjum stað hafa eitthvað komið við sögu. T.d. varðandi Garðinn þá fylgdist ég með því og sá að björgunarbátarnir Þorsteinn úr Sandgerði og Gunnjón úr Garði voru að aðstoða við uppsetningu. Einnig var tekin á leigu Vinur GK 96, en krúið, þ.e. myndatökufólkið átti að vera þar um borð.

Hér koma myndir sem ég tók í dag, laugardag. Þar sjást menn við undirbúning á Gerðabryggju og má þar sjá nokkur smá fley og síðan m.a. Sigga Sæm. Einnig sést þegar Stafnesið kemur í Garðinn og birtst fjölmargar myndir af því þegar sá bátur siglir með fram Garðinum og upp undir bryggjuna þar sem tekið er á móti honum af Sigga Sæm og að lokum er mynd sem ég tók í morgun af Vini GK, þar sem búið var að fjarlægja allt veiðitengt af bátnum.




                           Við Gerðabryggju og er 7481. Siggi Sæm lengst til hægri












                 964. Stafnes KE 130 í leikhlutverki grænlenskt skip, nálgast Gerðabryggju








                                           7481. Siggi Sæm, siglir út á móti Stafnesinu


                     7481. Siggi Sæm, kominn upp að 964. Stafnesi KE 130


                              Stafnesið og Siggi Sæm, utan við Gerðabryggju


                                     2477. Vinur GK 96, tilbúinn fyrir tökumennina

                                                      © myndir Emil Páll, 22. sept. 2012