21.09.2012 00:13

Bryndís KE 12, innan árs?


Þessa færstlu birti ég þann 10.08.2010 21:23 og endurbirti því nú

Bryndís SH 136

Sigurbrandur sendi mér þessar þrjár myndir en þær voru teknar 1962 í Kollafirði í Reykhólasveit. Báturinn á myndunum er 362. Bryndís SH 136, síðar Bryndís GK 129 og í rest Bryndis KE 12. Hann var smíðaður í Bátalóni 1953 og dæmdur ónýtur 1986. Eigandi undir GK og KE skráningunum var Júlíus Árnason í Keflavík, og hann eignaðist hann 1967.

Til viðbótar, þá bæti ég við orð Sigurbrandar  hér fyrir ofan, því að ástæðan fyrir því að báturinn var dæmdur ónýtur er að hann fauk um koll í Njarðvikurslipp og var í framhaldi af því talinn ónýtur í febrúar 1986 og formlega úreldaður 8. apríl 1986.

Ástæðan fyrir því að ég endurbirti þetta nú, er að svo gæti farið að komin verði önnur Bryndís KE 12, innan árs. -  Meira um það síðar.






    362. Bryndís SH 136, í Kollafirði í Reykhólasveit 1962 © myndir Sigurbrandur