16.09.2012 23:06
Maia B. og Auðunn á Stakksfirði
Eins og ég sagði frá í dag, gerðist það sögulega hjá mér að taka mynd af skútu á siglingu og síðan aftur mynd af sömu skútu klukkustund síðar, en þá var hún komin í tog hjá hafnsögubátnum Auðunn. Talið er að vélarbilun hafi orðið og því hafi skipverjar ákveðið að láta draga skútuna til hafnar frekar en að halda áfram, þó ágætur meðbyr væri.
Um borð voru fjögurra manna fjölskylda frá Ungverjalandi, en skútan sjálf er frá Playmouth, í Englandi.
Hér birti ég fyrst fjórar myndir af skútunni þar sem hún er á skriði fyrir Stakksfjörðinn, en hún hafði verið í Keflavík. síðan er myndasyrpa er sýnir Auðunn með skútuna í togi og fylgi ég henni alveg að bryggju í Keflavíkurhöfn.





Maia B, á siglingu yfir Stakksfjörðinn um kl. 13. í dag

Rétt fyrir kl. 14. er þessi staða. Auðunn kominn með skútuna í tog. Hversu lengi veit ég ekki.







2043. Auðunn nálgast Keflavíkurhöfn með Maia B. í togi







2043. Auðunn og Maia B, í Keflavíkurhöfn

Maia B. frá Playmouth, komin að bryggju í Keflavík © myndir Emil Páll, 16. sept. 2012
Um borð voru fjögurra manna fjölskylda frá Ungverjalandi, en skútan sjálf er frá Playmouth, í Englandi.
Hér birti ég fyrst fjórar myndir af skútunni þar sem hún er á skriði fyrir Stakksfjörðinn, en hún hafði verið í Keflavík. síðan er myndasyrpa er sýnir Auðunn með skútuna í togi og fylgi ég henni alveg að bryggju í Keflavíkurhöfn.




Maia B, á siglingu yfir Stakksfjörðinn um kl. 13. í dag

Rétt fyrir kl. 14. er þessi staða. Auðunn kominn með skútuna í tog. Hversu lengi veit ég ekki.







2043. Auðunn nálgast Keflavíkurhöfn með Maia B. í togi






2043. Auðunn og Maia B, í Keflavíkurhöfn

Maia B. frá Playmouth, komin að bryggju í Keflavík © myndir Emil Páll, 16. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
