16.09.2012 00:00

Jóhann, Elías, Aðalsteinn, Bláfell, Grindavík og Hólmavík

Í dag birti ég mynd af innpökkuðum Hrappi GK, frá Grindavík, en ástæðan er sú að þó búið hafi verið að merkja hann, að mönnum fannst áferðin á málningunni og merkingunni ekki nógu góð og því var Aðalsteinn Jónatansson, málarameistari fenginn til að mála hann upp og merkja að nýju. Jafnframt sá hann um þá hlið á Sæfara GK 89, sem ég sagði líka frá og eins er hann búinn að pakka inn Sóma 797, sem fer til Hólmavíkur.

Hér koma myndir af Hrappi svo og myndir af Aðalsteini, svo og eiganda bátsins Jóhanni Guðfinnssyni, ásamt Eliasi Ingimundarsyni, eiganda Bláfells ehf. þá kemur einnig mynda bátnum sem fer til Hólmavíkur innpökkuðum, en um hann hefur áður verið fjallað hér á síðunni.


                        2834. Hrappur GK 6, innpakkaður hjá þeim í Bláfelli í dag






                    Aðalsteinn Jónatansson, málarameistari undirbýr bátinn undir sprautingu


                        Jóhann Guðfinnsson ( t.v.) eigandi Hrapps GK 6 og Elías Ingimundarson, eigandi Bláfells


               Sá sem fer til Hólmavíkur og er af gerðinni Sómi 797 og líka er búið að pakka inn © myndir Emil Páll, 15. sept. 2012