14.09.2012 17:30
Þrír framleiddir á Íslandi, gerðir út frá Færeyjum en keyptir hingað aftur - tengjast Sólplasti
Merkilegt tilviljun. Nú á rúmu ári hafa þrír bátar sem upphaflega voru smíðaðir hérlendis, ýmist fyrir færeyinga eða voru seldir þangað, en eru nú komnir aftur hingað til lands og eftir komuna heftur Sólplast í Sandgerði haft einhver afskipti af þeim öllum.
Fyrst skal nefna þann bát sem kom hingað um næst síðustu áramót og var tekinn fljótlega upp hjá Sólplasti og breytt og endurbættur. Sá heitir í dag Gísli BA 245. Þá kom Una hingað en hún ber nú nr. HF 7 og eins og kom fram í morgun og fleiri myndir birtast af í kvöld, þá kom hún í morgun á athafnarsvæði Sólplasts til endurbóta og eftir helgi kemur upp Álfur SH 414, vegna tjóns sem varð á honum, en hann er síðasti af þessum þremur sem kom til landsins.
Gísli og Una eru báðir smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði, en Álfur hjá Mótun í Njarðvik.

2389. Gísli BA 245, á athafnarsvæði Sólplasts eftir endurbætur og breytingar © mynd Emil Páll, í janúar 2011

2338. Una HF 7, kom í morgun á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 14. sept. 2012

2830. Álfur SH 414, bíður í Sandgerðishöfn, eftir að komast á athafnarsvæði Sólplasts til viðgerðar á tjóni © mynd Emil Páll, 14. sept 2012
Fyrst skal nefna þann bát sem kom hingað um næst síðustu áramót og var tekinn fljótlega upp hjá Sólplasti og breytt og endurbættur. Sá heitir í dag Gísli BA 245. Þá kom Una hingað en hún ber nú nr. HF 7 og eins og kom fram í morgun og fleiri myndir birtast af í kvöld, þá kom hún í morgun á athafnarsvæði Sólplasts til endurbóta og eftir helgi kemur upp Álfur SH 414, vegna tjóns sem varð á honum, en hann er síðasti af þessum þremur sem kom til landsins.
Gísli og Una eru báðir smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði, en Álfur hjá Mótun í Njarðvik.

2389. Gísli BA 245, á athafnarsvæði Sólplasts eftir endurbætur og breytingar © mynd Emil Páll, í janúar 2011

2338. Una HF 7, kom í morgun á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 14. sept. 2012

2830. Álfur SH 414, bíður í Sandgerðishöfn, eftir að komast á athafnarsvæði Sólplasts til viðgerðar á tjóni © mynd Emil Páll, 14. sept 2012
Skrifað af Emil Páli
