14.09.2012 16:30
Varð fyrir tjóni í Grófinni
Í lok makrílvertíðarinnar varð Álfur SH 414 fyrir tjóni í Grófinni í Keflavík, er hann lenti með einn arminn fyrir veiðihljólin, undi hjólbörðum á bryggjunni. Við það komu sprungur í lunninguna. Þessvegna hefur báturinn beðið í Sandgerðishöfn undanfarna daga, en hann á að fara í viðgerð hjá Sólplasti og verður því tekinn upp strax eftir helgi.

2830. Álfur SH 414, í Sandgerðishöfn, meðan beðið er eftir að komast á land og til viðgerðar hjá Sólplasti © mynd Emil Páll, 14. sept. 2012

2830. Álfur SH 414, í Sandgerðishöfn, meðan beðið er eftir að komast á land og til viðgerðar hjá Sólplasti © mynd Emil Páll, 14. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
