14.09.2012 18:00
Brillance Offheseas og Seagull BF 74
Skemmtiferðaskip þetta sigldi fram hjá Garðskaga 12. sept. sl. á leið sinni til Reykjavíkur, en sökum veðurs komst það ekki alla leið, því skemmtiferðaskip sem var í Reykjavík komst ekki frá bryggju. Varð það því að bíða úti á Faxaflóa í dágóðan tíma. Raunar var skipið á undan áætlun því sökum veðurs sleppti það viðkomu í Klakksvík í Færeyjum. Myndin sem fylgir var tekin af skipinu í Lerwich þann 10. sept. sl. Báturinn sigldi hjá og þótti ljósmyndaranum það skemmtilegt og þar er ég honum sammála og birt því þá mynd en ekki einhverja þar sem skipið er eitt.

Seagull BF 74 og Brillance Offheseas, í Lerwich © mynd MarineTraffic, ian Leask, 10. sept. 2012

Seagull BF 74 og Brillance Offheseas, í Lerwich © mynd MarineTraffic, ian Leask, 10. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
