13.09.2012 11:08
Slök byrjun í Bugtinni
fiskifréttir.is:
Fiskifréttir í róðri með Arnþóri GK á dragnót í Faxaflóa
Á dragnótaveiðum með Arnþóri GK. (Mynd: Einar Ásgeirsson)
Veiðar á sand- og skarkola í dragnót í Faxaflóa hófust 1. september og mega standa fram að jólum. Veiðin fór fremur hægt af stað að sögn Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra á Arnþóri GK.
Fiskifréttir fóru í róður með Arnþóri GK þegar Bugtin var opnuð. ,,Mörgum fannst byrjunin slök í fyrra en hún var samt sem áður betri en nú. Ég er reyndar viss um að ótíðin undanfarna dag hefur haft sitt að segja um aflaleysið," segir Guðmundur ennfremur.
Skrifað af Emil Páli
