13.09.2012 11:08

Slök byrjun í Bugtinni

fiskifréttir.is:

Fiskifréttir í róðri með Arnþóri GK á dragnót í Faxaflóa


Á dragnótaveiðum með Arnþóri GK. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Veiðar á sand- og skarkola í dragnót í Faxaflóa hófust 1. september og mega standa fram að jólum. Veiðin fór fremur hægt af stað að sögn Guðmundar Halldórssonar, skipstjóra á Arnþóri GK.

Fiskifréttir fóru í róður með Arnþóri GK þegar Bugtin var opnuð. ,,Mörgum fannst byrjunin slök í fyrra en hún var samt sem áður betri en nú. Ég er reyndar viss um að ótíðin undanfarna dag hefur haft sitt að segja um aflaleysið," segir Guðmundur ennfremur.