12.09.2012 17:00
Wilson Muuga
Mörgum er það ennþá minnisstætt þegar flutningaskipið Wilson Muuga, strandaði skammt frá Hvalsneskirkju stuttu fyrir jól, ár eitt, ekki fyrir svo löngu síðan. Þrátt fyrir að fáir tryðu því að takast mætti að ná því út, tókst það og síðast þegar ég vissi var það enn í siglingum. Í þeim vaska hópi sem tók þátt í björgun skipsins var Gunnlaugur Hólm Torfason og sá hann til þess að myndavélin væri ekki langt undan. Hef ég nú fengið frá honum hundruði mynda frá björgun skipsins. já hundruði, en ekki mun ég birt þær allar í einu, heldur velja þær bestu úr og birta smátt og smátt í syrpum, þó ekki of löngum syrpum. Myndir þessar eru sumar hverjar frábærar, eins og t.d. þær þrjár sem ég birti núna, en hvenær næstu myndir koma er með öllu óráðið.



Wilson Muuga, á strandstað neðan við Hvalsneskirkju © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason



Wilson Muuga, á strandstað neðan við Hvalsneskirkju © myndir Gunnlaugur Hólm Torfason
Skrifað af Emil Páli
