11.09.2012 16:35

Nýr þjónustubátur Fjarðalax

Þó ég hafi birt þrjár myndir af bátnum áður, fannst mér rétt að birta þetta aftur, þar sem hér koma upplýsingar um bátinn sem ekki hafa áður komið fram. En þetta birtist í bb.is



Þjónustubáturinn Eygló BA.
Þjónustubáturinn Eygló BA.


Glænýr þjónustubátur hefur bæst í flota laxeldisfyrirtækisins Fjarðarlaxs á Tálknafirði. Báturinn sem kom til hafnar á Tálknafirði á laugardag ber nafnið Eygló BA og er smíðaður af fyrirtækinu KJ Hydraulik í Færeyjum. Hann er 50 tonna tvíbytna, 14 metrar á lengd og 7 metrar á breidd. Skipstjóri á bátnum er Sigurvin Hreiðarsson og vélstjóri Einir Steinn Björnsson.

"Báturinn er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu laxeldis á svæðinu og framundan er mikil vinna við nótaskipti og er hann því mjög kærkomin fyrir starfsmenn fyrirtækisins," segir Jón Örn Pálsson svæðisstjóri Fjarðalax á Tálknafirði. 

Frá þessu er greint á vef Tálkafjarðarhrepps.