10.09.2012 20:30

Borgarnes í dag: Stytta bátanna að framan og bátur úr platrörum o.fl.

Þorgrímur Ómar Tavsen kom við á bryggjunni í Borgarnesi í dag og vakti það athygli hans að búið var að taka framan af stefni margra báta, spurning hvort með því sé verið að stytta þá niður fyrir 6 metrana, en um báta styttri en 6 metrar gilda allt aðrar reglur. Þá var þarna einnig bátum sem gerður er úr plaströrum og fleira rakst hann á en þetta sjáum við á myndum hans.


                                                               Borgarnes í dag


       Ef stefni bátanna eru skoðuð vel sést að búið er að stytta þau um nokkra sentrimetra allavega þá þrjá sem eru lengst frá bryggunni


         Hérna sést styttingin betur, svo og báturinn Elli Grímur sem gerður er úr plaströrum


                  6285. Sigurbjörn KÓ 32 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 10. sept. 2012

Af Facebook:

Jón Páll Ásgeirsson Sá sem er með skrn. 6681, er með skráða lengd 6,05 og mestu lengd 6,15 m, ef hann er styttur í 5,99 m þarf ekki að skoða hann og verður sennilega þá skemtibátur, þarf ekki 12 m réttindi á hann, heldur skemtibátaréttindi.