08.09.2012 21:43
Lára Magg ÍS 86, nær sokkin í kvöld
Það munaði ekki miklu með að Lára Magg ÍS 86, sem liggur í Njarðvíkurhöfn hefði sokkið í kvöld. Voru það menn sem voru um borð í Fjólu KE 325 sem er á norðurgarðinum í Njarðvik sem tóku eftir því að báturinn sem liggur við suðurgarðinn var farinn að síga. Við nánari athugun var Lára Magg nánast komin á skammdekk. Höfðu þeir samband við lögreglu og einnig var ég látinn vita. Í framhaldi af því hafði ég samband við Sigga kafara, aðallega vegna þess að utan á Láru Magg var Hannes Þ, Hafstein sem hefði trúlega dregist niður, hefði hinn báturinn sokkið. Þá fljótlegar fóru hlutir að gerast og síðan mættu Brunavarnir Suðurnesja auk hafnarvarðar á staðinn.
Hófu Brunavarnir dælingu úr bátnum, en að sögn hafnarvarðar, var sami bátur nær sokkinn fyrir um hálfum mánuði og þá var komið sjálfvirkum dælubúnaði sem tengdur var landrafmagni um borð í bátinn, en af einhverju ástæðum hafði hann slegið út og því fór sem fór.
Er dæling hófst vantaði örfá fet upp á að sjór væri komin upp undir dekk, í lest, lúkar og vél. Því var ekki mikið flotrými eftir í bátnum. Hér eru myndir sem ég tók við þetta tækifæri í Njarðvíkurhöfn í kvöld.




Eins og sést er báturinn orðinn nokkuð siginn

Siggi kafari mættur á staðinn

Brunavarnir Suðurnesja mættar og lögreglan ræðir við þá sem fyrst sáu hvað var að gerast og létu vita


Dæling hafin upp úr bátnum © myndir Emil Páll, í kvöld 8. sept. 2012
Hófu Brunavarnir dælingu úr bátnum, en að sögn hafnarvarðar, var sami bátur nær sokkinn fyrir um hálfum mánuði og þá var komið sjálfvirkum dælubúnaði sem tengdur var landrafmagni um borð í bátinn, en af einhverju ástæðum hafði hann slegið út og því fór sem fór.
Er dæling hófst vantaði örfá fet upp á að sjór væri komin upp undir dekk, í lest, lúkar og vél. Því var ekki mikið flotrými eftir í bátnum. Hér eru myndir sem ég tók við þetta tækifæri í Njarðvíkurhöfn í kvöld.




Eins og sést er báturinn orðinn nokkuð siginn

Siggi kafari mættur á staðinn

Brunavarnir Suðurnesja mættar og lögreglan ræðir við þá sem fyrst sáu hvað var að gerast og létu vita


Dæling hafin upp úr bátnum © myndir Emil Páll, í kvöld 8. sept. 2012
Skrifað af Emil Páli
