08.09.2012 21:43

Lára Magg ÍS 86, nær sokkin í kvöld

Það munaði ekki miklu með að Lára Magg ÍS 86, sem liggur í Njarðvíkurhöfn hefði sokkið í kvöld. Voru það menn  sem voru um borð í Fjólu KE 325 sem er á norðurgarðinum í Njarðvik sem tóku eftir því að báturinn sem liggur við suðurgarðinn var farinn að síga. Við nánari athugun var Lára Magg nánast komin á skammdekk. Höfðu þeir samband við lögreglu og einnig var ég látinn vita. Í framhaldi af því hafði ég samband við Sigga kafara, aðallega vegna þess að utan á Láru Magg var Hannes Þ, Hafstein sem hefði trúlega dregist niður, hefði hinn báturinn sokkið. Þá fljótlegar fóru hlutir að gerast og síðan mættu Brunavarnir Suðurnesja auk hafnarvarðar á staðinn.
Hófu Brunavarnir dælingu úr bátnum, en að sögn hafnarvarðar, var sami bátur nær sokkinn fyrir um hálfum mánuði og þá var komið sjálfvirkum dælubúnaði sem tengdur var landrafmagni um borð í bátinn, en af einhverju ástæðum hafði hann slegið út og því fór sem fór.
Er dæling hófst vantaði örfá fet upp á að sjór væri komin upp undir dekk, í lest, lúkar og vél. Því var ekki mikið flotrými eftir í bátnum. Hér eru myndir sem ég tók við þetta tækifæri í Njarðvíkurhöfn í kvöld.








                              Eins og sést er báturinn orðinn nokkuð siginn


                                            Siggi kafari mættur á staðinn


               Brunavarnir Suðurnesja mættar og lögreglan ræðir við þá sem fyrst sáu hvað var að gerast og létu vita




             Dæling hafin upp úr bátnum © myndir Emil Páll, í kvöld 8. sept. 2012