07.09.2012 07:33

Eigendur dularfulla skipsins á flótta

dv.is:

Enginn vill kannast við dularfullt flutningaskip sem hefur hringsólað við strendur Noregs

Ari Axel Jónsson og tengdasonur hans Bjarni Sigurðsson eru viðskiptafélagar en Bjarni situr einnig í stjórn hafnarsamlags Norðurlands
                Ari Axel Jónsson og tengdasonur hans Bjarni Sigurðsson eru viðskiptafélagar en Bjarni situr einnig í stjórn hafnarsamlags Norðurlands

Flutningaskipið Saga, sem áður hét Axel, hefur nú hringsólað við strendur Noregs meira eða minna í mánuð. Á því tímabili hefur skipið tvisvar sinnum skipt um nafn. Flutningaskipið var í gær, fimmtudag, við strendur Tromsö í Norður Noregi, samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni marinetraffic.com. Þá lá skipið við strendur norsku eyjarinnar Humla í þrjár vikur án þess að leggja festar við bryggju.

Heimildir DV herma að í Tromsö leiti skipverjar nú að nýjum verkefnum. Skiptastjóri félaganna sem héldu utan um reksturs skipsins segir málið óvenjulegt, en hann mun funda með kröfuhöfum í næstu viku, þeirra á meðal eru Lýsing og Íslandsbanki. Eigendur félaganna reyna að láta lítið fyrir sér fara og skella ítrekað á þegar blaðamaður nær til þeirra.