06.09.2012 07:44

Veiðisvæði Samherja við Máritaníu lokast - horfa nú til annarra Afríkulanda

 

                              Heinaste ex 2263. Heinaste HF 1  © mynd Marine Traffic

U,m málið var fjallað í DV í morgun og þar segir m.a.:

Tveir af togurum Samherja, meðal annars Heinaste, voru við veiðar fyrir utan Máritaníu í lok síðasta mánaðar. Togararnir eru nú í Las Palmas á Kanaríeyjum en aðgerðir ríkisstjórnar Máritaníu hafa komið niður á veiðum fyrirtækisins þar í landi.

Veiðisvæði íslenska útgerðarrisans Samherja við strendur Afríkuríkisins Máritaníu lokuðust að stóru leyti um síðustu mánaðamót eftir að ríkisstjórnin í landinu færði fiskveiðilögsöguna út í 20 sjómílur. Samherji hefur stundað arðbærar veiðar, aðallega á hestamakríl, við strendur landsins síðastliðin ár eftir að hafa keypt Afríkuútgerð Sjólaskipa á vormánuðum 2007. Verksmiðjutogarar Samherja hafa verið við veiðar á svæðinu allt árið. Á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja, á þriðja tug milljarða króna árlega, eru tilkomin vegna veiða fyrirtækisins við strendur Máritaníu og annarra ríkja í Vestur-Afríku, til dæmis Marokkó.