06.09.2012 08:00

Sæljós komið á dauðastæðið

Í gærmorgun tók ég eftir því að búið var að flytja Sæljós á Dauðastæðið, eða dauðadeildina eins og sumir kalla, visst svæði í Njarðvíkurslipp. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, hefur þó engin ákvörðun verið tekin um að farga bátnum.




                  467. Sæljós, á ,,dauðadeildinni" í Njarðvíkurslipp í gærmorgun © mynd Emil Páll, 5. sept. 2012

Af Facebook:

Sigurbrandur Jakobsson Það fer þá merkilegur bátur í eina tíð aflaskipið Grundfirðingur ll SH 124

Emil Páll Jónsson Það hefur nú ekki neitt verið ákveðið varðandi förgun á honum.
Sigurbrandur Jakobsson Það væri gott ef eitthvað mætti gera úr greyinu
Emil Páll Jónsson Áhugi er fyrir því, en vandamálið er að skrokkurinn er mjög illa farinn og því er mikil óvissa varðandi það atriði.
Sigurbrandur Jakobsson já einmitt það yrði sem sé alveg endurnýjun ef ætti að gera hann upp