05.09.2012 18:15
Ákærður fyrir að sigla drukkinn á trébát fyrrverandi þingmanns
Skipstjórinn er sakaður um að hafa verið drukkinn þegar hann sigldi inni í höfnina en samkvæmt ákæruskjali mældist 0,7 prómíl í blóði skipstjórans sem er rúmlega fimmtugur.
Þegar skiptstjórinn ætlaði að leggjast að bryggjunni sigldi hann skipinu á trébátinn Sölku sem sökk í kjölfarið. Sá bátur var í eigu fyrrverandi þingmanns Frjálslynda flokksins, Grétars Mar Jónssonar, en í viðtali við dv.is um málið á síðasta ári sagði hann: "Það er alltaf sorglegt að sjá skip sökkva. Það er ömurlegt."
Skrifað af Emil Páli
