04.09.2012 17:00

Hrappur GK 6 - nýr frá Bláfelli

Hér kemur fyrir augu lesenda síðunnar nýsmíði sem búin er að fá nafnið Hrappur GK 6 og verður frá Grindavík. Um er að ræða bát af gerðinni Sómi 990, smíðaðann hjá Bláfelli ehf., á Ásbrú og er þessa daganna verið að leggja lokahönd á smíðina og enn á eftir að setja lista o.fl. sem m.a. fegrar bátinn enn meira.






             2834. Hrappur GK 6, frá Grindavík, í höfuðstöðvum Bláfells ehf., á Ásbrú © myndir Emil Páll, 3. sept. 2012

Af Facebook:

Emil Páll Jónsson Prentvilla, eins og sést á myndinni er hann GK 6 en ekki 9.

Jón Páll Ásgeirsson Það er frændi minn Jóhann Guðfinnsson í Grindavík sem er eigandi að þessum bát, en hann á fyrir 7515, Hrapp GK-170, sem einnig er Sómabátur, til hamingju með bátinn frændi !!!