03.09.2012 19:23
Nýr bátur Fjarðalax á leiðinn
bb.is:

Eygló BA, í Fuglafirði í Færeyjum er það var að leggja af stað hingað til lands © mynd bb.is
Fjarðalax tekur í vikunni á móti nýjum fiskeldisbát, Eygló BA, sem smíðaður var sérstaklega fyrir fyrirtækið í Færeyjum. Báturinn er nú í Reykjavík en verður siglt vestur í vikunni. Báturinn er 50 tonna tvíbytna, fjórtán metrar á lengd og sjö á breidd. Fjarðalax ræktar vistvænan eldislax á Vestfjörðum, en fyrirtækið hefur stækkað mikið á undanförnum árum. Í ár er starfsemi í þremur fjörðum, í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði.
Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu starfsleyfi í vetur til að framleiða allt að 1500 tonn af laxi á ári í sjókvíum nýju starfstöðvarinnar, en hún er á Patreksfirði.

Eygló BA, í Fuglafirði í Færeyjum er það var að leggja af stað hingað til lands © mynd bb.is
Fjarðalax tekur í vikunni á móti nýjum fiskeldisbát, Eygló BA, sem smíðaður var sérstaklega fyrir fyrirtækið í Færeyjum. Báturinn er nú í Reykjavík en verður siglt vestur í vikunni. Báturinn er 50 tonna tvíbytna, fjórtán metrar á lengd og sjö á breidd. Fjarðalax ræktar vistvænan eldislax á Vestfjörðum, en fyrirtækið hefur stækkað mikið á undanförnum árum. Í ár er starfsemi í þremur fjörðum, í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði.
Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu starfsleyfi í vetur til að framleiða allt að 1500 tonn af laxi á ári í sjókvíum nýju starfstöðvarinnar, en hún er á Patreksfirði.
Skrifað af Emil Páli
