02.09.2012 16:10

Hilmir ÍS 39 - fórst í sinni fyrstu ferð

Þessi bátur var smíðaður hér innanlands og fórst 26. nóvember 1943, í sinni fyrst ferð, á leið til heimahafnar. Með bátnum fórust 11 manns, skipverjar og farþegar. Getgátur voru uppi um að skipið hefði farist að hernaðarvöldum.


                                 Líkan af Hilmi ÍS 39 © mynd Sigurður Bergþórsson

Af facebook:

Jón Páll Ásgeirsson Þetta hefur verið stór og flottur bátur á þeim tíma, var vont veður, eða fór hann af stríðs völdum, hvar var hann þegar hann hvarf ???

Emil Páll Jónsson Samkvæmt Þrautagóðum á raunarstund, lét skipið úr höfn í Reykjavík að kvöldi 26. nóv. 1943, áleiðis vestur til Þingeyjar, en þaðan var það. Eftir það spurðist ekkert til þess, né heldur kom neitt fram sen bent gat til afdrifa þess. Fannst ekket af skipinu þrátt fyrir góð veðurskilyrði og var ástæðan því mjög torrráðin og því talið helst að það hefði fariðst að hernaðarvöldum, en aldrei var neitt sannað.