02.09.2012 14:40

Glæsileg þýsk skúta við Reykjavíkurhöfn

visir.is:


Hér sést skútan við Reykjavíkurhöfn.
Hér sést skútan við Reykjavíkurhöfn. Mynd/Baldur


Þýska skólaskútan Alexander von Humboldt II liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Skipið kom hingað frá Dublin í gærdag og heldur heim á leið til Þýskalands á fimmtudag. Tæplega 80 manns komu með skipinu, þar af 54 nemar. Samkvæmt bæklingi um skipið, sem fréttastofa fékk við höfnina, mega nemarnir vera á aldrinum 14 til 75 ára.

Nemarnir læra að sigla seglskútu, ganga vaktir og öll helstu atriði sem fylgir því að sigla seglskútu. Hluti af námskeiðinu er að heimsækja framandi þjóðir. Um borð eru fjögurra manna káettur, sturta, klósett og eldhús. Hver túr endar á því að kafteinninn heldur kveðjukvöldverð, sem eru sérstaklega skemmtilegar stundir - en þó þarf kafteinninn stundum að þurrka tárin af hvörmum nemanna sem kveðja eftir skemmtilegar ferðir.