02.09.2012 00:00

Sama útgerð: Bíldudal, Blönduós, Garður, Grindavík, Keflavík og Njarðvik

Nokkuð óvanaleg flétta tengist útgerð Hólmgríms Sigvaldasonar, sem rekur útgerðarfyrirtækin Grímsnes ehf. og Maron ehf., sem eru til heimilis í Njarðvík. Til skamms tíma var fyrirtækið með fiskverkun í Keflavík og á Bíldudal og er áfram með Bíldudal, og á síðarnefnda staðnum  undir nafni Arnfirðings ehf. Fiskverkunin sem var í Keflavík er nú komið út í Garð. Bátarnir eru með heimahafnir á fjórum stöðum, þ.e. Grímsnes er með heimahöfn í Bíldudal, Maron er með heimahöfn á Blönduósi, Sægrímur er með heimahöfn í Grindavík, en þaðan voru bátarnir allir skráðir svo og fyrirtækið til skamms tíma.  Svo er Víkingur skráður með heimahöfn í Keflavík.


      363. Maron er nú með heimahöfn á Blönduósi og númerið HU 522 © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2012