30.08.2012 22:05
Kurr í smábátaeigendum
Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út nýja reglurgerð vegna makrílveiða
Með reglugerðinni gefst skipum, sem leyfi hafa haft til makrílveiða á línu og handfæri, kostur á að stunda veiðar í 10 daga eftir að heimiluðum makrílafla hópsins er náð. Aflinn náði viðmiðunarhámarki þann 27. ágúst sl., þannig að síðasti dagur sem heimilt er að veiða makríl með línu og handfærum er fimmtudagurinn 6. september 2012.
Þar með er ljóst að þeir smábátaeigendur sem ætluð sér á makrílveiðar, nú eftir 1. september, fá það ekki og því er nú ansi mikill kurr í þessum hópi smábátaeigenda.
Með reglugerðinni gefst skipum, sem leyfi hafa haft til makrílveiða á línu og handfæri, kostur á að stunda veiðar í 10 daga eftir að heimiluðum makrílafla hópsins er náð. Aflinn náði viðmiðunarhámarki þann 27. ágúst sl., þannig að síðasti dagur sem heimilt er að veiða makríl með línu og handfærum er fimmtudagurinn 6. september 2012.
Þar með er ljóst að þeir smábátaeigendur sem ætluð sér á makrílveiðar, nú eftir 1. september, fá það ekki og því er nú ansi mikill kurr í þessum hópi smábátaeigenda.
Skrifað af Emil Páli
