30.08.2012 18:00
Atlantic Viking - togari að hluta í eigu Vísis - rifinn í Hafnarfirði
Eins og ég hef áður sagt frá hér í síðunni var ljóst í vetur að önnur örlög biði ekki togarans Atlantic Vikings er að hluta í eigu Vísis hf. í Grindavík en að vera rifinn. Síðar sagði ég frá því að brotajárnsfyrirtæki væri búið að kaupa togarann til þess arna og nú hefur það verið staðsett með þessari frétt sem birst á vef Hafnarfjarðarhafnar, nú nýlega.
Endurvinnslufyrirtækið Fura í Hafnarfirði hefur keypt kanadíska togarann Atlantic Viking til niðurrifs. Togarinn var tekinn til skoðunar í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar og dæmdur ónýtur.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar heimilaði Furu að útbúa sér aðstöðu í fyllingunni utan Suðurgarðs til að rífa togarann. Um er að ræða tilraunaverkefni og eru höfnin og Fura í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðisins við rif togarans.
Grafin var geil inn í fyllinguna og togarinn dreginn inn í hana föstudaginn 17. ágúst. Mokað var að togaranum og aftan við hann til að styðja við hann og fá frið fyrir ágangi sjávar. Eftir því sem rifið er af togaranum flýtur hann ofar í sjónum og þannig kemur hann allur upp úr eftir því sem á verið líður.
Öllum úrgangi verður fargað samhvæmt reglum og vökva dælt úr togaranum með dælubílum og farið með til viðurkenndrar förgunar.


Atlantic Viking kemur inn í geilina sem grafin var fyrir hann í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar 23. ágúst 2012


Hafin er vinna við að rífa togarann © myndir Emil Páll, 30. ágúst 2012
Af Facebook:
Emil Páll Jónsson Já of mikil tæring, til þess að það borgaði sig að gera við hann
Endurvinnslufyrirtækið Fura í Hafnarfirði hefur keypt kanadíska togarann Atlantic Viking til niðurrifs. Togarinn var tekinn til skoðunar í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar og dæmdur ónýtur.
Hafnarstjórn Hafnarfjarðar heimilaði Furu að útbúa sér aðstöðu í fyllingunni utan Suðurgarðs til að rífa togarann. Um er að ræða tilraunaverkefni og eru höfnin og Fura í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðisins við rif togarans.
Grafin var geil inn í fyllinguna og togarinn dreginn inn í hana föstudaginn 17. ágúst. Mokað var að togaranum og aftan við hann til að styðja við hann og fá frið fyrir ágangi sjávar. Eftir því sem rifið er af togaranum flýtur hann ofar í sjónum og þannig kemur hann allur upp úr eftir því sem á verið líður.
Öllum úrgangi verður fargað samhvæmt reglum og vökva dælt úr togaranum með dælubílum og farið með til viðurkenndrar förgunar.

Atlantic Viking kemur inn í geilina sem grafin var fyrir hann í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar 23. ágúst 2012


Hafin er vinna við að rífa togarann © myndir Emil Páll, 30. ágúst 2012
Af Facebook:
Emil Páll Jónsson Já of mikil tæring, til þess að það borgaði sig að gera við hann
Skrifað af Emil Páli
