30.08.2012 18:20

Guðbjörg Kristín KÓ 6

Hálfgert gullgrafarævintýri hefur verið að undanförnu hjá þeim fimm bátum sem stundað hafa krókaveiðar á makríl út frá Keflavík að undanförnu. Lesendur síðunnar hafa orðið þess varir, enda ekki hægt annað en að smella myndum af umræddum bátum svo og af veiðunum, sem stundum hafa verið svo nálægt landi að nánast hafi verið hægt að spjalla frá hafnargarðinum í Keflavík við skipverja bátann. Meira um það sjáum við í kvöld hér á síðunni.
Makríllinn koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, því það hefur virkilega verið líf í kringu annars nánar dauða höfn. Að visu hefjast dragnótaveiðar í Bugtinni nú þann 1. en ef ég man rétt þá lönduðu bátarnir ekki mikið hérna í fyrra, heldur í Sandgerði.
Varðandi makrílveiðarnar þá hefur heyrst að þær verði framlengdar eitthvað og er vitað um að margir þeirra sem stunduðu strandveiðar muni hefja krókaveiðar á makríl á næstu dögum ef svo fer.
Hér sést einn þeirra sem hér hefur verið á makrílveiðum, en hann hefur sést áður hér á síðunni, en hvað með það?


            1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2012