29.08.2012 12:30
Gullborg RE 38
Þetta merkilega skip, er eitt frægasta aflaskip íslenska flotans, a.m.k. að meðan það var undir stjórn Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf. Margir hafa undrast yfir því afhverju það er varðveitt í Reykjavík og af hverju það er komið með RE númer.
Málið er að þegar það var á sínum tíma keypt hingað til lands frá Færeyjum var það útgerðarmaður í Reykjavík sem það gerði og skráði það með númerinu RE 38. Sú útgerð stóð þó stutt yfir og þá var skipið selt til Keflavíkur og þar gerðist Binni skipstjóri á því. Fljótlega fór það svo til Eyja, en hélt lengi vel RE númerinu en fékk þó að lokum nr. VE 38. Stóð til að varðveita það í Eyjum en hætt var við það og fór það þá í útgerð aðallega frá Suðurnesjum með nafnið Gullborg II SH 338. Eftir það var skipið í reiðuleysi í Reykjavíkurhöfn þar til Faxaflóahafnir tóku við því og í dag er það glæsilegt fyrir augað þar sem það stendur upp við Víkina við Grandargarð.

490. Gullborg RE 38, í Reykjavík © mynd Halldór Guðmundsson, dóttursonur Binna í Gröf, 29. ágúst 2012
Málið er að þegar það var á sínum tíma keypt hingað til lands frá Færeyjum var það útgerðarmaður í Reykjavík sem það gerði og skráði það með númerinu RE 38. Sú útgerð stóð þó stutt yfir og þá var skipið selt til Keflavíkur og þar gerðist Binni skipstjóri á því. Fljótlega fór það svo til Eyja, en hélt lengi vel RE númerinu en fékk þó að lokum nr. VE 38. Stóð til að varðveita það í Eyjum en hætt var við það og fór það þá í útgerð aðallega frá Suðurnesjum með nafnið Gullborg II SH 338. Eftir það var skipið í reiðuleysi í Reykjavíkurhöfn þar til Faxaflóahafnir tóku við því og í dag er það glæsilegt fyrir augað þar sem það stendur upp við Víkina við Grandargarð.

490. Gullborg RE 38, í Reykjavík © mynd Halldór Guðmundsson, dóttursonur Binna í Gröf, 29. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
