28.08.2012 00:00
Hafnir á Reykjanesi
Hafnir á Reykjanesi, sem í dag er eitt af hverfum Reykjanesbæjar, var í forna mikill útgerðarstaður og þar hófst t.d. fyrsta vinnslan á humri og voru gerðir út nokkrir þilfarsbátar til þeirra veiða. Í dag er atvinna lítil þarna, en staðurinn er þó alltaf jafn vinalegur og nú birti ég 5 myndir sem ég tók nánast frá sama staðnum á horni Djúpavogs og Kirkjuvogs.

Garðbær

Jaðar, er þar bjó lengst af Jón Borgarsson, sem gárungarnir kölluðu borgarstjórann í Hollywood, en Hollywood nafnið er oft haft um Hafnirnar og Jón var þarna aðalmaðurinn í hugum fólks. Hann er nýfluttur innan bæjar þ,e, til Keflavíkur. Einnig sést þarna í gamla samkomuhúsið

Kirkjuvogskirkja, sem er elsta kirkjan á Suðurnesjum. Nafnið á græna húsinu man ég ekki og á milli þess og kirkjunnar sést hús það sem síðast hýsti Sædýrasafnið, en er annars gamalt frystihús.

Djupivogur 1, en var aðsetur sveitarstjórans í tíð Þórarins ST. Sigurðssonar og einnig var þar aðsetur lækna, þegar þeir komu í Hafnirnar. Rauða húsið sem sést á milli kirkjunnar og Djúpavogs 1, er Sólbakki.

Ankeri úr einhverju af þeim skipum sem strönduðu eða sukku í nágrenninu
© myndir Emil Páll, 25. ágúst 2012

Garðbær

Jaðar, er þar bjó lengst af Jón Borgarsson, sem gárungarnir kölluðu borgarstjórann í Hollywood, en Hollywood nafnið er oft haft um Hafnirnar og Jón var þarna aðalmaðurinn í hugum fólks. Hann er nýfluttur innan bæjar þ,e, til Keflavíkur. Einnig sést þarna í gamla samkomuhúsið

Kirkjuvogskirkja, sem er elsta kirkjan á Suðurnesjum. Nafnið á græna húsinu man ég ekki og á milli þess og kirkjunnar sést hús það sem síðast hýsti Sædýrasafnið, en er annars gamalt frystihús.

Djupivogur 1, en var aðsetur sveitarstjórans í tíð Þórarins ST. Sigurðssonar og einnig var þar aðsetur lækna, þegar þeir komu í Hafnirnar. Rauða húsið sem sést á milli kirkjunnar og Djúpavogs 1, er Sólbakki.

Ankeri úr einhverju af þeim skipum sem strönduðu eða sukku í nágrenninu
© myndir Emil Páll, 25. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
