27.08.2012 17:30
Máni II ÁR 7, í fyrsta sinn til Keflavíkur
Um miðjan dag í dag kom Eyrarbakkabáturinn Máni II ÁR 7, í fyrsta sinn til Keflavíkur og að auki er þetta í fyrsta skiptið sem skipstjóri bátsins kemur til Keflavíkurhafnar. Ástæðan fyrir komu þangað var að þar sem botninn datt skyndilega úr skötuselsveiðunum var tekin sú ákvörðun að taka bátinn upp í slipp og verður hann tekinn upp í Njarðvik og mun síðan hugsanlega fara norður fyrir land á línuveiðar. Var því aflanum sem ekki var mikill, settur á land í Keflavík og síðan ekið með hann austur.
Notaði ég tækifærið og tók af bátnum þessa syrpu er hann sigldi inn Stakksfjörinn og inn í Keflavíkurhöfn í dag.








1887. Máni II ÁR 7, kemur til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2012
Notaði ég tækifærið og tók af bátnum þessa syrpu er hann sigldi inn Stakksfjörinn og inn í Keflavíkurhöfn í dag.








1887. Máni II ÁR 7, kemur til Keflavíkur í dag © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
