27.08.2012 16:26

Síðasti dagur makrílveiðanna?

Enn mokveiddu þeir sem voru á makrílveiðum og lönduðu i dag í Keflavík. Þrátt fyrir góðan gang að undanförnu er ótti í mönnum um að þetta sé síðasti veiðidagurinn í ár. Ástæðan er sú að kvótapotturinn lokast nú þann 1. og á morgun er spáð brælu. Hefur ítrekað verið óskað eftir framlengingu og er þá haft í huga að sá makríll sem veiddur hefur verið hér uppi í landsteinum virðist vera allt annar stofn en sá sem trollbátarnir hafa verið að veiða. Þessi er bæði stærri og feitari.


            Fjórir af þeim fimm sem stunda veiðarnar á Stakksfirði og í Garðsjó. Hér eru það f.v. 7188. Sunna Rós SH 133, 1516. Fjóla GK 121, 2381. Hlöddi VE 98 og 2739. Siggi Bessa SF 97, út af Helguvík, í dag. Aðeins vantar þarna 1765. Guðrúnu Kristínu KÓ 6 © mynd Emil Páll, 27. ágúst 2012