27.08.2012 19:00

Bátar í Dráttarbraut Keflavíkur

Þessir bátar eru þarna í Dráttarbraut Keflavíkur einhvern tíman í kring um miðja síðustu öld. Ekki er ég öruggur um hvort verið sé að endurbyggja eða smíða bátinn sem er næst okkur, en mynd þessi er er úr safninum mínu er trúlega tekin af bróður mínum Agli Jónssyni.
Dráttarbraut Keflavíkur var þar sem smábátahöfnin Grófin er í dag.


             Bátar í Dráttarbraut Keflavíkur hf., nálægt miðri síðustu öld © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari trúlega Egill Jónsson