27.08.2012 00:00
Þegar farið var með Svan KE 90 til Helguvíkur í niðurrif
Hér koma nokkrar myndir frá Sigurði Stefánssyni, eða Sigga kafara hjá Köfunarþjónustu Sigurðar, er sýna þegar farið var með 929. Svan KE 90 út í Helguvík, hér um árið. Sá sem dró hann er 2043. Auðunn og sést hann einnig á sumum myndanna.






929. Svanur KE 90 og 2043. Auðunn, þegar farið var með þann fyrrnefnda
út í Helguvík hér um árið, þar sem hann var rifinn niður
© myndir Sigurður Stefánsson
Af Facebook:
Einar Örn Einarsson Þótti Svanurinn alltaf ákaflega fallegur bátur og það er sjónarsviptir af svona gripum.
Skrifað af Emil Páli
