24.08.2012 22:07

Fékk tunglfisk í makríltroll

Fiskifréttir:

Sjaldgæfir fiskar veiðast í Skerjadýpi


Jóhann Magnússon, skipstjóri á Stormi SH, með tunglfiskinn. (Mynd:VH)


Stormur SH, sem er á makrílveiðum, fékk tunglfisk í trollið í síðustu viku um 70 mílur út frá Reykjanesi. Fiskurinn er vel á annað hundrað kíló að þyngd.

Jóhann Magnússon, skipstjóri á Stormi SH, segir í samtali við Fiskifréttir að tunglfiskar haldi sig yfirleitt djúpt en þessi hefði verið mjög ofarlega þar sem þeir voru að draga trollið mjög nærri yfirborðinu. Auk tunglfisksins fengu þeir á Stormi líka steinsmugu í róðrinum og tvo fiska sem kallast svarthveðnir.