24.08.2012 21:22

Ný veiðarfæri fyrir makríl prófuð

mbl.is.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. stækkaAxel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson

 

Bátasmiðjan í Mosfellsbæ hefur hannað sérstakan veiðibúnað fyrir handfærabáta og var Axel Helgason, eigandi fyrirtækisins að veiðum í Keflavík í dag á Sunnu Rós SH133 með nýja búnaðinn.

Náði einu og hálfu tonni á fjórum tímum

"Þetta er handsnúinn búnaður sem gengur út á allt aðra hluti en þessi tæki sem þeir hafa verið að nota og virðist vera að heppnast dúndur vel. Eftir fjóra tíma í morgun landaði ég einu og hálfu tonni af makríl. Þetta var allt hérna í Grófinni í Keflavík. Mjög fallegur fiskur. Stór og fallegur makríll," sagði Axel.

Það var Axel sem hannaði búnaðinn og segist hann ekki hafa fundið neina fyrirmynd af honum þrátt fyrir talsverða leit.

Hannað til að vera söluvara

"Hugmyndin var að þróa þetta þannig að þetta yrði einhvern tíma söluvara. Hugmyndin gengur út á að slóðinn fari ekki inn á neinar rúllur eða á kefli eins og á hinum bátunum heldur fer hann inn öðru megin og út hinu megin og kemur ekki um borð í rauninni nema í gegnum þann búnað sem knýr hann áfram," segir Axel og fiskurinn er tekin af sjálfvirkt.

"Það er afslítari sem tekur fiskinn af. Hann fer af sjálfkrafa. Þetta er alveg mögnuð græja," sagði Axel að lokum.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag.

Axel Helgason á Sunnu Rós SH133 í Keflavíkurhöfn í dag. Ljósmynd/Halldór Karlsson