24.08.2012 12:30

Sunna Rós SH 133 - góð veiði og lítill tilkostnaður

Á þessu litla báti, sem er sá minnsti sem stundar makrílveiðar út af Keflavík þessar daganna, er aðeins einn maður og eini tilkostnaðurinn er öflug færarúlla. Tók hann þessa ákvörðun er hann sat heima hjá sér á Akranesi að skella sér í þetta og kom á miðin í gær og þann dag veiddi hann um 1 tonn, en kílóið gefur 150 krónur. Rétt fyrir hádegi var hann kominn inn til löndunar í Keflavík þannig að trúlega gefur þessi dagur honum eitthvað meira.

Annars eru margir þeir sem ekki fóru vel út strandveiðunum öfundsjúkir yfir þessum veiðum, því strandveiðibátarnir mega ekki fara á þær, fyrr en tímabilið er búið sem er núna um mánaðarmótin. Þá hefur heyrst að algengt hafa verið að sækja þurfti langt út á Strandveiðunum en hér eru veiðarnar uppi í landsteinum.

Birti ég hér fjórar myndir af bátnum er hann kom í morgun inn til Keflavíkur að landa, en að auki birtast myndir af bátnum í þremur öðrum syrpum í dag.








      7188. Sunna Rós SH 133, kemur inn til Keflavíkur rétt fyrir hádegi til að landa og eins og sést á myndunum er veiðibúnaðurinn ekki flókinn © myndir Emil Páll, 24. ágúst 2012