24.08.2012 00:00
Snurvoð á Andra BA 101
Eftirfarandi frásögn og myndir fékk ég af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar í Bíldudal, en hún er skrifuð 21. ágúst sl. og verða lesendur því að skoða tímasetningar miðað við það.
Tengill á síðu Jóns Páls Jakobssonar, má finna hér til hliðar á þessari síðu
Sendi ég Jóni Páli Jakobssyni, kærar þakkir fyrir.:
Ég hef alltaf verið bjartsýnn maður, nú datt
mér það snjallræði í hug að hefja róðra á Andra BA-101 og var set upp
plan, ætlunin var að veiða 12 tonn af þorski til 1. sept. Málið var að
við fengum úthlutað 4 tonnum í byggðakvóta svo til að ná þessu markmiði
urðum við að leiga það sem upp á vantaði. svo við leigðum 7,1 tonn og
borguðum fyrir það 2,1 miljón.
Og var haldið í
róður í gærmorgun í Áhöfn voru Jón Páll Jakobsson, Snæbjörn Árnason,
Hlynur Björnson og Svanur Þór Jónsson. Meðalaldur áhafnar var 42 ár.


Mikill spenningur hér í áhöfninni og jafnvel á bryggjunni líka.
Svo var bara haldið á miðin og varð sjálfur Arnarfjörður fyrir valinu.

Og fiskurinn var bara fínn.


Vélstjórinn tilbúinn fyrir næsta stríð.

Útgerðarmennirnir búnir að fá fréttinar um það að aflaverðmætið sé rétt fyrir kvótaleigunni..

Komnir í heimahöfn og málin rædd við yfirhafnarvörð Bíldudalshafnar hvað til ráða.
© myndir og allur texti: Jón Páll Jakobsson, 21. ágúst 2012

Hér sjáum við tógið vera renna út.
Arnarfjörður klikkaði ekki gær fengum við nógann fisk fylltum körin og sigldum glaðir og sælir í land.

Nóg var að gera hjá áhöfninni.
Og fiskurinn var bara fínn.

Svanur með einn góðann.
Að
lokum var haldið til löndunar til Patreksfjarðar og vorum við þar
snemma í nótt svo var landað í morgun og svo var haldið á sömu mið. En
eins og máltakið segir að ekki verða allar ferðir til fjár svo reyndist
einnig með þessa því það verð sem við fengum fyrir fiskinn var bara
fyrir leigunni. Sem sagt tap varð á veiðiferðinni.

Aflinn kominn upp á kaja á Patró

Ekkert verið að slóra bara tekinn kör svo hægt að halda á miðin aftur.
Aflinn kominn upp á kaja á Patró


Vélstjórinn tilbúinn fyrir næsta stríð.

Útgerðarmennirnir búnir að fá fréttinar um það að aflaverðmætið sé rétt fyrir kvótaleigunni..

Komnir í heimahöfn og málin rædd við yfirhafnarvörð Bíldudalshafnar hvað til ráða.
© myndir og allur texti: Jón Páll Jakobsson, 21. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
