23.08.2012 17:35

Alminnsti makrílbáturinn - hratt flýgur fiskisagan

Segja má að hún fljúgi hratt fiskisagan, því mokveiði Fjólu GK 121 á makrílnum á Stakksfirði og í Garðsjó, hefur sannarlega flogið, enda ekki að furða þar sem vaðandi makríll sést nánast nú svo dögum skiptir á svæðinu frá Garðskaga og inn að Vogastapa. Hefur þetta haft í för með sér að nú steyma bátar víða að og í dag mátti sjá báta með skráningstöfum eins og GK, KÓ, SF. VE og SH að veiðum og voru flesti þeirra upp í harða landi.
Einn þessara báta var þó langt um inni en hinir og birti ég nú mynd af honum, en á morgun koma fleiri myndir af makrílveiðibátum, til viðbótar þeim sem ég hef verið að birta undanfarna daga.


    7188. Sunna Rós SH 133, á makrílveiðum við Vatnsnes í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 23. ágúst 2012