23.08.2012 13:15

Fjóla KE fór samkvæmt áætlun til Norðurslóða

Smá leiðrétting frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra hjá North Atlantic Mining Associates Ltd:

 Fjóla Ke 325 fór til Grænlands þann 17 júlí og fór alla leið til Melville bugt, Ilulisat, og Savissivik og tilbaka skv. Áætlun og var ekki snúið við vegna alvarlegrar bilunar.

 Sendi hér með myndir af henni á Norðurslóðum en Fjólan fór alveg 76° norður á campinn okkar að Dudley Digges og tilbaka.

Sendi ég kærar þakkir fyrir myndirnar og harma misskilning þennan








    245. Fjóla KE 325, á norðurslóðum © myndir Vilhjálmur Vilhjálmsson