22.08.2012 20:30
Fjóla KE 325, í kvöld
Þetta gamla fiskiskip sem einu sinni hét Helga Guðmundsdóttir BA 77 og hefur síðan borið ýmis nöfn, er nú komið í einskonar vöruflutninga á Grænlandi fyrir námavinnslu þar. Samkvæmt heimildum mínum varð alvarleg bilun í skipinu sem þeim tókst ekki að gera við ytra og því kom skipið heim, þ.e. til Njarðvíkur á sjötta tímanum í kvöld og tók ég þá þessa myndasyrpu.

Hér siglir 245. Fjóla fram hjá Keflavíkurhöfn

245. Fjóla KE 325, kemur inn Stakksfjörðinn og nálgast Njarðvíkurhöfn

Hér kemur skipið fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík...

... og beygir inn í höfnina




Farmflutningaskipið 245. Fjóla KE 325, í eigu North Atlantic Mining Associates Ltd, og dótturfyrirtæki þess Námu á Ásbrú, komið til Njarðvíkur að nýju © myndir Emil Páll, 22. ágúst 2012

Hér siglir 245. Fjóla fram hjá Keflavíkurhöfn

245. Fjóla KE 325, kemur inn Stakksfjörðinn og nálgast Njarðvíkurhöfn

Hér kemur skipið fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík...

... og beygir inn í höfnina




Farmflutningaskipið 245. Fjóla KE 325, í eigu North Atlantic Mining Associates Ltd, og dótturfyrirtæki þess Námu á Ásbrú, komið til Njarðvíkur að nýju © myndir Emil Páll, 22. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
