22.08.2012 19:10

Enn mokveiði á Makríl út af Keflavík

Enn mokveiða bátar makríl á Stakksfirði og í Garðsjó. Í kvöld mátti sjá vaðandi makríl á Keflavíkinni, út af Vatnsnesi og víða á svæðinu. Þá fjölgar þeim bátum sem koma annarsstaðar að og landa síðan í Keflavík heyrst hefur að bátar m.a. frá Akranesi séu á leið á svæðið. Hér birti ég syrpu af einum sem kom núna á sjöunda tímanum í kvöld, en ekki virtust menn þar um borð vera vissir á því hvar höfnin í Keflavík væri, því fyrst var stefnt á Grófina, síðan á Njarðvík, en að lokum rataði báturinn til Keflavíkur.


                1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, nálgast nú Grófina í Keflavík núna áðan


                          Stefnan tekinn frá Grófinni og inn eftir í átt að Njarðvik


                                         Siglt fram hjá Vatnsnesi, í Keflavík


                           Hér hefur verið snúið við, enda komið langleiðis til Njarðvikur


                                                   Nú nálgast Keflavíkurhöfn


                                              Hér er löndun hafin, í Keflavíkurhöfn


                       Landað úr 1765. Guðbjörgu Kristínu KÓ 6, í Keflavíkurhöfn


               Vaðandi makríll, á Keflavíkinni í dag © myndir Emil Páll, 22. ágúst 2012