21.08.2012 20:30
Krabbagildra !
Eftirfarandi frásögn og myndir fékk ég af bloggsíðu Jóns Páls Jakobssonar í Bíldudal, en hún er skrifuð 17. ágúst sl. og verða lesendur því að skoða dagsetningar miðað við það.
Sendi ég Jóni Páli Jakobssyni, kærar þakkir fyrir.:
Sendi ég Jóni Páli Jakobssyni, kærar þakkir fyrir.:
Við feðgar keyptum okkur krabbagildru í
Svíþjóð og var hún prufuð í fyrsta sinn í gær. Var farið á Dynjanda BA
og gildran lögð í Reykjafirði. Afraksturinn voru 3 krabbar og tveir
sandkolar. Tegundin ekki alveg á hreinu en hugsa að þetta séu Bogkrabbi
samt ekki viss gæti verið Grjótkrabbi, finnst það líklegra miðað hafa
skoðað myndir samt ekki viss.

Tek fram að ég er nú enginn krabbasérfræðingur. En hér er mynd af einum af krabbanum sem við veiddum.

Baujan tekin

Byrjað að taka færið 
Gildran að koma í ljós og spenningur orðinn mikill.

Veiðin ljós og allir kátir.

Hluti af veiðinni. En óhætt er að segja að veiðin hafi farið fram úr björtustu vonum, ekki á hverjum degi sem krabbagildra er lögð í Arnarfirði.

Tek fram að ég er nú enginn krabbasérfræðingur. En hér er mynd af einum af krabbanum sem við veiddum.

Baujan tekin

Byrjað að taka færið

Gildran að koma í ljós og spenningur orðinn mikill.

Veiðin ljós og allir kátir.

Hluti af veiðinni. En óhætt er að segja að veiðin hafi farið fram úr björtustu vonum, ekki á hverjum degi sem krabbagildra er lögð í Arnarfirði.
© myndir og texti Jón Páll Jakobsson, 17. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
