21.08.2012 20:10
Þórsnes SH 109 í dag
Trúlega er lokið við að breyta Þórsnesi SH 109, sem áður hét Marta Ágústsdóttir og í eina tíð Keflvikingur, í að ég held línuskip. Allavega var skipið komið undir ísafgreiðsluna þegar ég tók þessa mynd af því, um miðjan dag í dag.

967. Þórsnes SH 109, í Njarðvikurhöfn í dag. Ekki er annað hægt að segja að hann ber aldurinn vel, því hér er á ferðinni fyrsta skipið sem kom hingað til lands af svonefndum Boizenburgurum, sem urðu alls 18 talsins. En nokkrir þeirra eru enn til hér á landi og er þessi frá árinu 1964 © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2012

967. Þórsnes SH 109, í Njarðvikurhöfn í dag. Ekki er annað hægt að segja að hann ber aldurinn vel, því hér er á ferðinni fyrsta skipið sem kom hingað til lands af svonefndum Boizenburgurum, sem urðu alls 18 talsins. En nokkrir þeirra eru enn til hér á landi og er þessi frá árinu 1964 © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2012
Skrifað af Emil Páli
