15.08.2012 21:00

Stýrishúsið af Stafnesi KE 130, í Grenaa, í Danmörku

Í ferð Guðna Ölverssonar til Grenaa, í Danmörku í síðasta mánuði, sem er þekkt brotajárnsfyrirtæki rakst hann ekki á marga skipshluti sem tengja mátti íslenskum skipum. Helst var það stýrishúsið af 980. Stafnesi KE 130.
Tók hann tvær myndir og sýnir sú fyrri stýrishúsið að framanverðu þar sem nafnið kemur vel fram og hin sýnir sama stýrishús aftanfrá og þar má sjá skipaskrárnúmerið 980.


         Stýrishúsið af 980. Stafnesi KE 130, í Grenaa, Danmörku og
            á  þeirri neðri sjáum við skipaskrárnúmerið 980.
                        © myndir Guðni Ölversson, í júlí 2012




Af Facebook:

Svafar Gestsson Ég man að þegar ég var að erinda þarna í Grenaa 2006 fyrir fyrirtæki sem ég vann hjá, þá var þetta eins og að koma í þorp með götum og brýrnar eins og hús, og mörg kunnuleg nöfn sá maður þegar maður þvældist þarna um.